Asdiskalman

Ásdís Kalman

ísleifur

Innsetningu í Norræna húsinu, 2008 með loftslagsbreytingarnar í huga. Verkið heitir Ísleifur og var tveggja metra há stytta af ísbirni. Hugmyndin á bak við styttuna kom til vegna aukinnar tíðni ísbjarna sem flæktust til Íslands. Ég sá þar beina tengingu við aukinn straum flóttamanna til landsins. Ástæðan fyrir því að ísbirnir sækja hingað má rekja til loftslagsbreytinga: Flóttamenn koma einnig oft frá löndum þar sem stríð geisar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, til dæmis þurrka. Það var setti horn af sauðkind á hausinn á ísbirninum og hann var klæddur í lopapeysu. Þetta átti að tákna hvernig fólk er stöðugt að reyna að aðlaga sig og passa inn í nýtt umhverfi en þrátt fyrir margvíslegar tilraunir er það ekki nóg til að vera samþykkt. Nafnið sjálft er svo vísun í landkönnuðinn Leif Eiríksson. Neðri part ísbjarnarins er mótaður kassalaga formi til að minna á form bráðnandi ísjaka. Styttan sjálf var einungis gerð úr pappakössum og umbúðum sem hafa verið notaðar undir flutning á mat til landsins frá fjarlægum löndum með flugi. Með því var um leið ýtt undir aukningu á koltvíoxíð í lofthjúpi jarðar. Ísbjörninn stendur í raun líka fyrir, líkt og ísjakinn, að við sjáum oft bara yfirborð vandans en ekki rót hans.